Blandið ykkar eigin bjór

Þessi auðvelda bjórgerð gæti fengið notandann til að halda að göldrum sé beitt. Þó svo að ölgerðin sé töfrum líkust er í rauninni einungis um tæknilega þróun að ræða, sem byggir á gömlum hefðum. Hver einasta bjórblanda gerir bruggunarferlið auðvelt fyrir hvern sem er. Ástæðan er ekki hvað síst sú að bruggmeistarar okkar hafa lagt mikla vinnu í að þróa blöndurnar, þannig að þær bragðast vel, auk þess sem blöndurnar eru ekki eins viðkvæmar gagnvart þeim kröfum sem gerðar eru um þetta lífræna ferli. Sumir kynnu að vilja prófa að brugga sinn eigin einstaka bjór og að sjálfsögðu er mætavel hægt að gera það í bruggvélinni. Þetta krefst að öllum líkindum allnokkurrar þekkingar á bjórtegundunum en ef sú þekking er fyrir hendi er lítill vandi að útbúa sína eigin blöndu.

Þannig er farið að

Sem dæmi væri hægt að blanda saman innihaldi tveggja ólíkra bjórtegunda. Hafið þó í huga að heildarþyngdin verður ætíð að vera sú sama, þannig að ef fjórðungur er tekinn úr einni blöndu skal það bætt upp með fjórðungi úr annarri blöndu. Á þennan hátt er hægt að setja saman hundruð ólíkra bjórtegunda. Þá er einnig hægt að krydda blönduna á ýmsa vegu, t.d. með hunangi, appelsínu, sítrónu, hindberjum, kóríander, lakkrís o.fl.

Meiri vínandi

Þá má enn fremur auka vínandamagnið með því að bæta við aukalegum sykri eða bæta við leifum úr opnum poka. Best er að fikra sig áfram með tilraunirnar. Mælt er með að nota þrúgusykur eða reyrsykur. Venjulegur sykur getur skilið eftir sig beiskan eftirkeim. Þá er enn fremur unnt að nota maltsykur. Gætið þess þó að bragðist getur breyst, allt eftir því hvaða tegund af maltsykri er notuð.

 
Prentvæn útgáfa