Bruggun gerð auðveldari

Áður fyrr

Fram til þessa hefur verið allflókið að brugga eigin bjór. Fyrst þurfti að útbúa svokallaðan gergangsetjara. Næst þurfti svo að mala maltið og sjóða það (meskja). Þegar búið var að sía maltvökvann þurfti svo að sjóða allt aftur og bæta síðan humlinum við. Þegar maltvökvinn hafði verið kældur var honum hellt í hreinan kút og að því loknu var gerinu bætt út í. Gerjunin tók að öllu jöfnu fjóra til sex daga. Þegar gerjunin var tilbúin var svo öllu hellt á flöskur, jafnframt því sem bruggið var kælt. Til þess að hefja kolsýringuna (bæta koltvísýringi í) þurfti að setja örlítinn sykur í flöskurnar. Að lokum þurftu svo flöskurnar að geymast í þrjár til sex vikur og helst í þrjá mánuði. Ferlið er allt saman áhugavert en tekur mjög langan tíma, auk þess sem hætt er við að eitthvað mistakist í þessu langa ferli.

Núna

Með Beermix bjórblöndunni höfum við losað áhugamenn um bjórgerð við allt það flókna ferli sem er fólgið í því að undirbúa bruggið fyrir gerjun, algerlega án þess að gæðin líði fyrir. Sá bjór sem bruggaður er með Beermix blöndunni er gerður úr fullkomlega náttúrulegum hráefnum, líkt og venjuleg brugghús nota, þ.e. malti (korntegund) og humli. Þegar bruggið er tilbúið er það þurrkað og gert að dufti og sett í poka til að auðvelda flutning þess. Með Beer Machine bjórvélinni er allt gert á viku til tíu dögum. Í vélinni er bjórinn gerjaður, hann kolsýrður og gerður tær. Notandinn þarf einungis að setja saman vélina, þrýstingsprófa hana og sótthreinsa. Að því loknu er bætt við vatni, Beermix bjórblöndu og geri. Gerjunin tekur þrjá til fimm daga og síðan er bjórinn kældur til að hann verði kolsýrður. Eftir einungis fjóra til fimm daga í kæliskáp er hægt að tappa bjórnum beint úr kútnum. Engin þörf er fyrir lengri geymslutíma. Auðveldara gæti það varla verið.

 
Prentvæn útgáfa