Margir kostir

Mikill peningasparnaður

Þeir sem eru vanir að kaupa dýran bjór út úr búð vita að hálfur lítri af slíkum bjór kostar iðulega á bilinu 250-350 krónur. Ef við hugsum okkur að hálfur lítri af slíkum bjór kosti 300 og margföldum með tíu lítrum, líkt og fæst úr Beermachine bjórvélinni, þá myndi allt það bjórmagn kosta 6000 krónur. Ef við drögum frá kostnaðinn við bjórvélina, þá er gróðinn strax farinn að skila sér eftir fjórðu til fimmtu bruggunina. Ef við svo tökum með í reikninginn ánægjuna sem þetta skemmtilega tómstundagaman hefur í för með sér, svo og alla möguleikana sem bruggvélin býður upp á, þá er alls ekki hægt að tapa.

Bragðið

Bragðið er eitt af því allra mikilvægasta, en ilmurinn er í raun ekki síður mikilvægur. Bjórinn úr bjórvélinni viðheldur ilminum miklu lengur og betur en bjór sem tappað er á flöskur í brugghúsum. Þegar bjórnum úr Beer Machine bjórvélinni er tappað af kútnum hefur ekkert súrefni komist að honum eftir að gerjunlýkur. Bjórinn viðheldur fyrir vikið dásamlegri angan sinni og ljúfum keiminum.

Öll innihaldsefnin eru algerlega náttúruleg

Þegar þið bruggið bjór í Beer Machine bjórvélinni leikur enginn vafi á hvaða efni eru notuð í bjórinn. Hver einasta bjórblanda er framleidd úr sömu innihaldsefnum og notuð eru í stóru brugghúsunum. Bjórblöndurnar eru gerðar úr eintómum náttúrulegum blöndum ýmissa tegunda af malti og humli og þær eru algerlega lausar við rotvarnarefni. Beer Machine bjórvélin sér sjálf um geymslu bjórsins, þannig að hann helst ferskur og bragðmikill. Vélin er lokuð og loftþétt eining og koltvísýringurinn í henni gegnir hlutverki náttúrulegs varðveisluefnis. Bjórinn helst ferskur í allt að sex mánuði fyrir vikið, ef hann er þá ekki þegar uppurinn þegar þar kemur sögu.

Komið fjölskyldu og vinum á óvart

„Bruggaðir þú þennan bjór?“ Þetta er spurning sem á eftir að heyrast oft og því er best að vera undir hana búinn. Það er eitthvað svo sérstakt við að brugga sinn eigin bjór og það er einmitt það sem er hluti af ánægjunni.

Samantekt

Greinilega eru eintómir kostir við að brugga sinn eigin bjór: Hann bragðast vel, er alveg ferskur og svo er hann ódýr miðað við hvað bjór kostar úr litlu brugghúsunum.

Ef ykkur langar að brugga bjórinn ykkar sjálf, þá er tækifæri til að panta bjórvélina hér og nú.

 
Prentvæn útgáfa