Stutt lýsing á ölgerð

SKREF 1

Vélin er sett saman og þrýstingsprófið undirbúið.

SKREF 2

Hellið vatni upp að mælilínunni og bætið út í kolsýru með því að nota kolsýruventilinn, þar til sjálfur ventillinn virkjast (u.þ.b. 12-15 psi). Látið vélina bíða í 10-15 mínútur til að unnt sé að ganga úr skugga um að þrýstingur falli ekki. Ef vélin er þétt er vatninu hellt úr.

Ath! Ef þrýstingurinn fer niður fyrir 10 psi kann skýringin að vera sú að vélin sé óþétt. Ef ekki beinlínis lekur vatn þarf að finna hvar er óþétt, t.d. við pakkninguna á skrúflokinu, pakkninguna við kolsýrumælinn eða pakkninguna við þrýstingsmælinn. Óþéttnina má finna með því að hræra upp svolitlu sápuvatni í skál og bera froðuna sem myndast á þessa þrjá staði. Ef pakkningin við lokið er óþétt þarf að losa hana og kanna hvort hún er heil og festa hana síðan aftur. Ef óþéttnin er í tengslum við kolsýrumælinn eða þrýstingsmælinn er hægt að herða kolsýrumælinn varlega um einn áttunda eða fjórðung úr hring og herða þrýstingsmælinn þar til hann er vel fastur. Síðan skal framkvæma þrýstingsprófunina aftur. Ef nauðsyn krefur skal taka vélina aftur í sundur og herða vel þegar hún er sett saman aftur. Munið að prófa þrýstinginn aftur. Ef þrýstingurinn fer undir 10 psi er helsti vandinn fólginn í því að nota þarf meira af koltvísýringshylkjunum.

SKREF 3

Hellið u.þ.b. þremur lítrum vatns í vélina og ½ dl af klór. Lokið síðan vélinni (gætið þess að ekki má festa ofanfleytudiskinn!) og hristið vélina þannig að vatnið komist út í alla króka og öll vélin verði sótthreinsuð. Látið vatnið helst bíða í 10-15 mínútur í vélinni og hristið svo varlega aftur rétt í lokin. Að lokum skal hella svolitlu vatni af vélinni til að sótthreinsa líka kranann. Hellið þvínæst blöndunni úr vélinni og skolið með hreinu vatni þrisvar til fjórum sinnum. Eftir þetta er mjög brýnt að gæta þess að ekki komist gerlar í vélina. Munið að þvo vel hendur.

SKREF 4

Bruggunin getur nú hafist. Hellið u.þ.b. þremur lítrum vatns í vélina, klippið síðan horn af bjórblöndupokanum og hellið innihaldi hans í vatnið. Þegar pokinn hefur verið tæmdur skal opna ölblöndupokann alveg og taka úr honum litla pokann með gerinu. Opnið nú gerpokann og hellið gerinu í vélina. Að því loknu er afganginum af vatninu hellt í, alla leið upp að mælilínunni. Komið þvínæst ofanfleytudiskinum fyrir, festið tappann á lokið og lokið vélinni. Komið vélinni fyrir á stað þar sem hún fær að vera í friði næstu þrjá til fjóra dagana. Vélin má ekki standa í sól því best fer um hana í rökkri. Hitastigið á að vera á bilinu 20-25 gráður. Munið að ekki má bæta við koltvísýringi meðan á gerjuninni stendur. Hafið auga með gerjuninni og fylgist með því hvenær þrýstingurinn fer að lækka. Að því loknu skal koma vélinni fyrir í kæliskáp.

Gangi ykkur vel!

 
Prentvæn útgáfa