Vélin sett saman - Fleiri góð ráð

Bruggferlið er algerlega lífrænt ferli en að sama skapi viðkvæmt gagnvart umhverfinu sem bruggað er í og fyrir vikið er mjög mikilvægt að fyllsta hreinlætis sé gætt frá fyrsta skrefi. Gerjunin tekst ekki ætíð sem skyldi, jafnvel ekki í stóru brugghúsunum. Þó svo að bjórvélin sé hönnuð með það fyrir augum að vernda viðkvæmt gerjunarferlið, þá eru dæmi um að gerjunin mistakist. Oftast munu einkennin verða eitt eða fleira af eftirtöldum: sætubragð, ónóg kolsýra, flatt bragð ellegar súrt bragð.

Sætubragð

í Beermix blöndunni er að finna malt. Maltið gerir innihaldið sætt, þar til sykurinn hefur umbreyst í vínanda og kolsýru í gerjunarferlinu. Sætubragð af bjórnum gefur yfirleitt til kynna að gerjuninni sé ekki alveg lokið. Gerjunarferlið getur stöðvast ef ekki er fyrir hendi nægilegt ger eða ef mestallur sykurinn hefur umbreyst. Gætið þess því vel að allt innihald pokans sé notað. Gerjunin kann einnig að stöðvast ef hitinn lækkar um of (fer niður fyrir 20 gráður). Sömu sögu er að segja ef bjórvélin er sett í kæliskáp of snemma. Látið vélina helst standa sólarhring lengur áður en henni er stungið inn í kæliskáp, ef einhver vafi leikur á.

Kolsýran

Kolsýran í bjórvélinni myndast á tvo vegu. Gerjunin myndar algerlega náttúrulegan koltvísýring (kolsýru) og ventillinn í lokinu, sem sér um að viðhalda réttum þrýstingi í kútnum, tryggir að kolsýra myndist í bjórnum. Hin aðferðin felst í notkun kolsýruhylkja. Ef bjórinn virðist vera goslaus, og er jafnframt sætur á bragðið, bendir ýmislegt til þess að gerjuninni sé ekki alveg lokið. Ef bjórinn er bara flatur/goslaus kann einnig að hugsast að lekið hafi kolsýra úr kútnum meðan á gerjuninni stóð, t.d. vegna óþéttni í vélinni (þess vegna er svo mikilvægt að framkvæma þrýstingspróf). Ef þetta gerist í sjálfu bruggferlinu er hægt að gera tilraun til að staðsetja óþéttnina og loka fyrir hana að eins miklu leyti og frekast er unnt, án þess þó að opna vélina. Takist þetta er síðan hægt að gæða bjórinn kolsýru með því að nota kolsýruhylki.

Flatt bragð

Ástæðan er sennilega sú að enn leynist virkt ger í ílátinu eða þá óæskilegir gerlar. Í framleiðslu Beermix bjórblöndunnar hefur verið kappkostað að minnka líkurnar á að þetta geti gerst. Sennilega er ástæðan sú að gerið sjái ekki fyrir nægilegri gerjun. Slíkt kallast einnig kekkjamyndun (gerið hleypur í kekki) en þetta ferli getur verið tímafrekt og á sér stað ef hitastigið er of lágt. Lausnin er fólgin í því að láta gerjunina halda áfram við stofuhita (22-25 gráður) og láta síðan bruggið geymast í kulda undir miklum þrýstingi (10-20 psi, sem stillt er með kolsýrumælinum) í tvær til þrjár vikur.

Beiskja

Ástæðan er sú að gerlar mynda sýru í bjórnum. Ef bjórinn bragðast svolítið eins og edik er nokkuð öruggt að gerlar leynast í honum. Slíkar aðstæður myndast ef bjórinn er geymdur of lengi, einkum við háan hita. Þetta getur einnig gerst ef bjórvélin hefur ekki verið þrifin nægilega vel. Ef séð er til þess að hreinsa bjórvélina með hreinu vatni og klór og fyllsta hreinlætis er gætt er nokkuð öruggt að þetta gerist ekki. Látið klórupplausnina helst bíða í 10-15 mínútur og skolið síðan gaumgæfilega þrisvar til fjórum sinnum. Nokkur önnur atriði geta einnig verið orsök vanda:

  • Var gerið sem fylgdi með notað?
  • Er vatnið hreint og leynist ekki of mikið af gerlum í því?
  • Ef gæði vatnsins eru ekki sem skyldi er ráðlegt að sjóða vatnið og kæla það svo.
  • Var lokið ekki fest nægilega vel?
  • Var ekki notað sótthreinsað áhald til að hræra með í blöndunni? Vatn er meginuppistöðuefnið í bjór. Ef einhverjir nota vatn úr eigin brunni mælum við með að vatnið sé soðið í fimm mínútur og það síðan kælt áður en ölgerðin hefst. Þetta er einnig ráðlegt að gera ef vafi leikur á gæðum vatnsins. Óhreint vatn inniheldur gerla og þeir geta skemmt bjórinn. Að öllu jöfnu ætti að vera óhætt að nota kranavatn hvar sem er á landinu. Mikilvægt: Ef ventillinn stíflast meðan á gerjun stendur er hætt við að yfirþrýstingur myndist. Ef herbergishitinn fer yfir 25 gráður á meðan gerjunin er í gangi verður meiri froðumyndun og froðan getur í versta falli sest í ventilinn. Þess vegna er mælt með að nota ofanfleytudiska í hvert sinn sem bruggað er.
 
Prentvæn útgáfa