Bjór-Better Brew

1. Þrífið og sótthreinsið öll áhöld og allan búnað með IP-5 klórsóda eða Joðófór-Bjórhreinsi.

2. Fjarlægið gerbréfið sem er áfast á botni umbúðanna og setjið síðan pakkninguna í heitt vatn í u.þ.b. 15 mínútur.

3. Opnið síðan pakkninguna varlega að ofan og hellið innihaldinu í gerjunarílátið. Hreinsið það sem eftir er af efninu í pakkningunni með því að setja heitt vatn í hana og skola úr í gerjunarílátið.

4. Sjóðið 3 lítra af vatni og bætið í gerjunarílátið. Bætið síðan 1 kg af „Brewing Sugar“ eða „Dextrose“. Þú getur líka notað venjulegan strásykur í staðinn en það rýrir gæðin. Hrærið vel þar til þetta hefur blandast vel saman.

5. Fyllið upp í 23 lítra með köldu vatni í gerjunarílátið. Heildarmagnið á að vera 23 lítrar. Athugið að í lagi er að nota kalt vatn beint úr krananum. Hrærið vel. Að því loknu skal kanna hita lagarins og þegar hann er á bilinu 20-25°C skal setja innihald gerbréfsins saman við.

6. Komið vatnsfylltum loftlás fyrir á loki gerjunarílátsins og leyfið innihaldinu að gerjast í 10 daga við 20—25°C umhverfishita. Reynið að láta lagerbjór gerjast við 20°C umhverfishita. Hiti yfir 25°C styttir gerjunartíman og hiti undir 20°C lengir hann. Athugið: Geymið gerjunarílátið alltaf á öruggum stað svo ekki komi til skemmdir ef að leki kæmi upp eða mikil froðumyndun. Hveitibjór er líklegur til að freyða.

Better Brew bjórgðarefnin innihalda sérstaklega hæga bjórgerla sem þurfa fulla 10 daga til að gerjast út. Til að koma í veg fyrir mengun skal ekki fjalægja loftlás af gerjunaríláti né opna það á þessum tíma.

Átöppun á flöskur:
Eftir 10 daga skal mæla lögunina með sykurflotvog. Ef hún sýnir 1008 eða minna, tappaðu þá leginum á flöskur. Fyrir Brown Ale þarf sykurflotvogin að sýna 1014 eða minna og fyrir Mild Ale þar hún að sýna 1010 eða minna. Ef réttu gildi er ekki náð skal láta lögunina gerjast áfram í nokkra daga. Aldrei skal tappa á flöskur nema að gerjun lokinni og réttu gildi á sykurflotvog er náð! Notið einungis vel þrifnar/sótthreinsaðar flöskur. Notið einungis flöskur sem framleiddar eru og hannaðar fyrir bjór. Áður en flöskunum er lokað þarf að setja kúgaða teskeið af sykri í hverja 500 ml flösku af hveiti- og lagerbjór en sléttfulla teskeið af sykri í hverja 500 ml flösku af öllum öðrum tegundum. Skiljið síðan flöskurnar eftir í heitu umhverfi í 5 daga en færið þær síðan í kaldara umhverfi lögurinn nái að tæra sig í flöskunum.

Umhelling á kút(Ef ekki er sett á flöskur):
Eftir 10 daga skal fleyta leginum yfir í hann ílát. Munið að þrífa/sótthreinsa það áður. Bætið 150 gr af sykri fyrir hveiti- og lagerbjór en 85 gr fyrir allar aðrar tegundir. Skiljið gerjunarílátið eftir í heitu umverfi í 5 daga en færið það síðan í kaldara umhverfi svo lögurinn nái að tæra sig.

 
Prentvæn útgáfa