Þjónusta

Áman leggur mikla áherslu á að bjóða upp á góða og vandaða þjónustu og ráðgjöf tengt heimavíngerð.  Í Ámunni fæst allt til víngerðar sama hvort um er að ræða léttvín, bjór, sterkt eða víngerðaráhöld.

Hægt er að fá tilbúna byrjendapakka sem innihalda allt það nauðsynlegasta til þess að hefja eigin víngerð. 

Reglulega er boðið upp á víngerðarnámsskeið og henta þau sérstaklega vel fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref.

Gjafabréf Ámunnar eru tilvalin gjöf fyrir víngerðaráhugamenn en þau fást í verslun Ámunnar.

Með því að vera skráð/ur í Netklúbb Ámunnar færðu sendan fróðleik og tilboð auk þess sem reglulega eru gefnir vinningar.  Einnig er hægt að vera vinur Ámunnar á Facebook þar sem hægt er að taka þátt í leikjum og fylgjast með því nýjasta.

Áman er með endursöluaðila um allt land.  Nánari upplýsingar um þá og þjónustu Ámunnar er hægt að skoða með því að smella á linkana hér til vinstri.

 
Prentvæn útgáfa