Vinstri

Kennslumynd

Kennslumynd um heimavíngerð. Myndin er rúmar 28 mínútur að lengd og í henni fer Tim Vandergrift, ráðgjafi fyrirtækisins Winexpert í Kanada, í gegnum það hvernig farið er að því að búa til gæða vín.

Myndin byrjar á inngangi frá Tim þar sem hann fjallar almennt um heimavíngerð. Því næst fer hann yfir nauðsynleg tæki og tól sem þarf að hafa til víngerðarinnar og veitir þar að auki góð ráð sem gott er að hafa í huga áður en hafist er handa. Síðan koma sér kaflar um fyrri gerjun, forgerjun, og seinni gerjun, eftirgerjun. Að því loknu er fjallað um það hvernig gerjunin er stöðvuð og vínið gert tært. Í lokin er svo umfjöllun um átöppun, þegar vínið er tilbúið og því tappað á flöskur.

Myndin heitir á frummálinu: I Made This! Myndin fæst á DVD disk í verslun Ámunnar.

 
Prentvæn útgáfa