Ámuvísur

Ég átti í tunnum áfengt vín,
sem allvel kunni að laga,
enda þunnur elskan mín,
alla sunnudaga.

Höfundur: Kristján Runólfsson

Kann ég að útbúa klárustu vín,
koníak, líkjör og skota,
en flestir þó vita að framleiðslan mín,
fer öll til heimilisnota.

Höfundur: Kristján Runólfsson

Áman hefur ársinshring,
úrvals gersett mesta þing,
berjavínið bruggast vel,
það elsta sem á jörðu er til.

Af berjavíni ögn ég á,
aðeins meira þarf að fá,
í ámunni þar allt til fæst,
svo þessi draumur geti ræst.

Höfundur: Jón V. Guðmundsson

Í Ámuna ætla að aka
aldeilis áhugavert,
úr hillum mun hráefni taka
heima skal vínið nú gert.

Ég lesa mun leiðarvísi
laga svo mjöðinn minn,
í hóflegum hita svo hýsi
heimagert bruggið um sinn.

Spenna mín magnast er gerjast
mjaðartunnunni í,
svo forvitinn, friðlaus má berjast
að fá mér ei sopa af því.

Er gerjunin gengin til enda
gætileg eru mín skref,
í mjöðinn nú meir á að lenda
mæli ég, hræri og skef.

Kútnum er komið í skjól
kassi með flöskum til fundinn,
flotta skal flösku um jól
fanga, þá léttist nú lundin.

Vínið í vikur skal hvíla
vonandi verður það gott,
frá birtunni best því að skýla
brjóstbirtan mín verður flott.

Í Ámuna aftur er ekið
athugað hvað sé þar til,
úr hillum er hráefni tekið
heimilisiðnað ég vil.

Höfundur: Arndís Ásta Gestsdóttir

Þegar leggst til lítið frí
þá lít ég upp frá grámunni,
ljúft er þá að leggja í
og laga vín frá Ámunni

Höfundur: Gunnar Marmundsson

Til þess að hafa efni á
örlittlum dropa á kvöldin
leggðu í heima, lögg okkur frá
þú losnar við áfengisgjöldin.

Höfundur: Sigurður Kristjánsson

Víst er þarna varan fín
vel sem gleður landann
og ef þú girnist eðalvín
Áman leysir vandann.

Það er ekki þörf að kvarta
það skal líta á hið bjarta
þú í Ámuna ferð
og þar er gott verð
hóflega drukkna vínið gleður mannsins hjarta

Höfundur: Reynir Hjartarson

ÁMAN:
Áman blessuð örvar geð
Áman hressir, kætir
karls og konu léttir streð
kverkar þurrar vætir.

Blessaður er bjórinn minn,
blessað vínið góða,
ylinn ljúfa alltaf finn
örva rímið ljóða.

Ölið bætir innri mann
einkum þó í hófi;
óhófið þar einkum fann
aumur þræll og bófi.

Áman besta yndisleg
allt sé þér til haga,
öll þín afurð dásamleg;
yndi minna daga.

Höfundur: Guðbrandur Jónsson

Helst skal nýta haustsins skugga
huggulega og gleðja frúna
nú skulum við byrja að brugga
best að fara og versla núna

Í klærnar enn á kreppu skín
kætir fátt á daginn
helst þá gleður heimavín
helvíti er ég laginn!!!

Valkost góðan vínið tel
úr voða flottu staupi
þvottahúsið þríf ég vel
og þrúguna svo kaupi

Gott er að verkið gleði veiti
og gómsætt vínið kitli góm
fer og hverja flösku skreyti
fagurlega " Made at home "

Höfundur: Sigrún Guðmundsdóttir

Höfugt vín og hollur mjöður
hamingju mér veita.
Lund mín verður létt sem fjöður
líður burt öll þreyta.

Í Ámunni er úrval efna
í eðaldrykki af öllu tagi.
Vínin fínu vil ég nefna
varan sú er í góðu lagi.
Rautt og hvítt og rósasafi
í röðum bíða mín og þín.
Á því leikur enginn vafi
að andann kætir höfugt vín.

Höfundur: Eiríkur St. Eiríksson

Ef þig vantar, vinur minn
vín, á tóma barinn þinn.
Í Ámuna þú skunda skalt
á svipstundu þá reddast allt.

Höfundur: Signý Sigtryggsdóttir

Nú er komin bölvuð kreppa
geysist nú um landið flensa kennd við svín.
Þá er bara í Ámuna að skreppa
og byrja að brugga sitt eðalvín.

Höfundur: Birna & Björgvin

Ef of dýr er sopinn í kreppunni
alltaf má lít' inn í Ámunni
Þar er að hafa
geril og safa
sem galdra fram veigar í tunnunni

Blikar gullinn berjalögur
Bikar fyllum, skál núna.
Mikið sullast saftin fögur
Stikum öll í Ámuna

Rauður lögur rann í kút
Ropar gerill blítt í lás
Töppum senn má troð' í stút
Teyga heimavín með krás

Höfundur: Arnar

Sit ég hér við víngerðina,
Áman hjálpar til við það,
síðan fæ ég mér í staupið,
get svo boðið vinum það.

Höfundur: Steina

Ámu drykkur góður er
gott er hann að teiga
á köldu kvöldi nauðsyn er
að eiga góðar veigar.

Höfundur: Sigrún

Töfra, töfra góða vín,
Tilkomumikið.
Drekka, drekka eins og svín,
svo þurfum við kannski í Ríkið.

Áman, Áman bjargar nú,
ánægumikið.
Bruggar, bruggar vínið þú,
þá þrufum við ekki í Ríkið.

Höfundur: Sólveig Heiðrún Stefánsdóttir

Er ekki kominn tími til
að setja njöð í tunnu
og í nokkrar vikur bíðum við
og dreipum vín á jólaaðventunni.

Höfundur: Sigurjón

Geymslan full af þrúgum er
og angar af sykri og geri
sulla þessu saman ber
og hella ofan í kerin

Höfundur: Pálmi Jónsson

Áman selur þrúgu góða
sem í tunnu gerjast glæsilega.
Styrkist betur á lengri tíma
og drukkið vel svo komi víma.

Höfundur: Magnús G. Sigmundsson

Í eymd og vosbú í kreppunni,
reyni sjálfan mig að hugga,
neyðist til að herða á buddunni,
og fer því bara að brugga.

Í Ámunni við Háteigsveg,
finnst eitthvað fyrir alla,
ekki seinna vænna er,
að setja í tunnu og malla.

Eftir nokkra bið og vandvirkna,
nú áttu guðaveigar,
tugi lítra af góðgæti,
þú bíður til veislu og teigar.

Höfundur: Finnur Þór Þráinsson

Í Ámunni er flest að fá
til heima víngerðar.
Alllar ferðir ættu þá
í vínbúðina að hverfa.

Ef þú hugan hefur við
bruggið þitt hér heima.
Áman ætíð stiður þig
ef eitthvað ert að gleyma.

Höfundur: Kolla

Komin er kreppa,
krónan oss sveik.
og dillidó
Skref til að stugga
burt stjórn sem er veik.
Og korriró.
Best þá að brugga
Bakkus á leik.

Höfundur: Jón Erlingsson

 
Prentvæn útgáfa