Að velja sér gott léttvín

Það að velja sér gott léttvín getur verið erfitt og yfirþyrmandi. Sérstaklega ef þú veist lítið annað en að rauðvín eru rauðvín og hvítvín eru hvítvín. Hins vegar eru til ákveðin grunnatriði sem hægt er að nýta sér og geta hjálpað til við að velja réttu tegundina. Hægt er að læra meira um víntegundir, vínþrúgur, vínsmökkun og val á víni með viðkomandi réttum eða tilefni.

Flestar léttvíns tegundir sem boðið er uppá, má segja, að séu ásættanlegar. Sé miðað við þann mannafla og fjármuni sem eytt er við það að framleiða og markaðsetja þessi vín. En þar sem að smekkur fólks er misjafn má ætla að þér líki ekki allt sem er á boðstólnum. Þess vegna er mikilvægt að vita meira eða eitthvað um hverja víntegund eða vínþrúgu.

Hægt er að skipta léttvíni í tvo meginflokka fyrir utan rauðvín, hvítvín og rósavín. Flokkana má skíra “Nýji heimurinn” og “Gamli heimurinn” Nýi heimurinn eru vín og vínþrúgur sem koma frá Ameríku, Ástralíu og Afríku. Gamli heimurin eru vín frá Evrópu.

Nýja heims vín er einfalt að átta sig á, því merkingar eru oftast tengdar nöfnum vínþrúgu þess sem vínið er framleitt úr. Oft eru nöfnin á vínþrúgunum mjög greinileg á flöskumiðunum. Tegundir eins og Merlot, Capernet Sauvignon, Chardonnay og svo frv. Vín frá Gamla heiminum eru erfiðari að átta sig á því tegundirnar eru nefndar eftir þeim svæðum eða héruðum þar sem framleiðslan fer fram frekar en eftir vínþrúgunni. Það þýðir að afla þarf meiri þekkingu á því hvar þessi eða hin vínþrúgan er ræktuð. Eða hvaða vínþrúga er uppistaðan af því víni sem kemur frá þessu eða hinu héraðinu.

Þegar þú byrjar að velja þér vín, ættir þú að fá þér nokkrar flöskur af einni tegund og meta hvort þér líki hún eða ekki. Þannig gætir þú þreifað þig áfram þar til þú hefur fundið þína uppáhalds tegund. Jafnvel væri gott að halda dagbók yfir það hvaða tegundir væri verið að prófa og hvernig þær reynast, hverjar eru góðar og ekki síst hverjar henta ekki.

Ef áhugi á léttvíni er mikill þá er alls ekki fráleit hugmynd að framleiða sitt eigið vín. Þá er kostnaðurinn mun lægri per flösku. Ofangreindir punktar eiga líka við þegar velja þarf vínþrúgu til heimavíngerðar. Verslunin Áman er með mikið úrval af léttvínsþrúgum frá Legacy, Selection, California Connoisseur, European Select, Chai Maison og Vintners svo dæmi séu nefnd.

 
Prentvæn útgáfa