Styrkleikamæling & blöndun alkóhóls

Alkóhólmælir er notuður til að mæla styrk á hreinum vínanda. Aukefni, svo sem bragðefni og sætuefni (Glycerin) munu gera niðurstöðuna ómarktæka. Styrkleikamæling skal aðeins framkvæma við eftirfarandi skilyrði:

  • Áður en aukefni svo sem bragðefni eða fljótandi glúkósa er blandað saman við.
  • Vínandinn skal vera 20°C heitur, við það hitastig er mæling nákvæmust. Aldrei skal mæla við hærri hita en 35°C.
  • Við hverja gráðu sem hitinn mælist undir 20°C skal bæta við 0,3% en að sama skapi draga þá tölu frá við hverja gráðu sem hitinn mælist yfir 20°C.

Farið varlega með alkóhólmælirinn, hann er mjög brothættur. Gæta skal hreinlætis við notkun hans, sótthreinsa og skola vel með köldu vatni.

Til að blanda niður vínanda er nauðsynlegt að nota soðið eða eymað vatn. Það er gert til að losna við súrefni.

Styrkur vínandans skal að hámarki vera 45% við síun. Athugið að 1-2% tapast við hverja síun.

Reikniformúla

Safnaður lítrafjöldi x Vínandastyrkur / Vínandastyrk sem óskað er = Samtals lítrar sem verða til.

Ef þú hefur safnað 4,5 lítrum sem reynast 45% eftir mælingu og vilt auka magnið og hafa styrkleikan 40%, þá margfaldar þú 4,5 x 45. Deilir síðan 40 í þá útkomu sem segir þér þá að þú þarft að gera 5,06 lítra með því að bæta við 0,56 lítrum af soðnu vatni við 4,5 lítrana.

Reiknast svona: 4,5L x 45% / 40% = 5,06 lítrar. Dregur síðan 4,5 lítrana sem fyrst söfnuðust frá þeim lítra fjölda sem verður til, til að fá þann lítrafjölda vatns sem bæta þarf við. Athugið að vatnið sem bætt er við þarf að vera soðið.

 
Prentvæn útgáfa