Sykurflotvog

Ef velja ætti eitt verkfæri sem ekki er hægt að vera án við heimavíngerð þá er það sykurflotvogin. Hún segir þér nákvæmlega hversu langt gerjunin er komin og hversu þurrt eða sætt vínið er. Með aukinni færni á þetta mælitæki verður þú fær um að fá alltaf vínin eins og þú vilt hafa þau.

Sykurflotvogin mælir hlutfall sykurs og vatns í leginum. Þær eru ýmist kvarðaðar frá 980 til 1150 eða frá -20 til 150. Munurinn er að á annari er búið að draga 1000 frá kvarðanum þannig að þegar talað er um að vín eigi að vera 1075 þá er það sama og 75 á hinni tegundinni.

Í upphafi, áður en gerjun hefst, á sykurflotvogin, í flestum tilfellum, að sýna 1070 til 1090 þegar hún er sett í löginn. Nánar er tigreint um það í leiðbeiningum sem fylgja víngerðarefninu. Hægt er að ráða hvort vínið verður þurrt, dýsætt eða eitthvað þar á milli með því að stöðva gerjun eftir því hvað sykurflotvogin segir eins og hér eru dæmi um:

990 – 995 þurrt

996 – 1000 milliþurrt

1001 – 1005 millisætt

1006 – 1020 sætt

1021 < dýsætt

Öll rauðvín eiga að vera þurr eða milliþurr, hvítvín eru flest milliþurr eða milli sæt, vermútar og berjavín sæt og sherry og portvín sæt eða dýsæt.

 
Prentvæn útgáfa